31.10.08

Það er tímanlegt að segja eitthvað á þessum vettvangi.

Yfirborðskenndin og doðinn sem fylgdi góðærinu svokallaða verður vonandi fórnarlamb hruns fjármálalífsins. Ekkert stórkostlegt verður til án mótspyrnu, eiturs og óveðurs, fögnum kreppunni.

Það er vert að minna á að ef VG settu fram skynsamlega efnahagsstefnu gæti flokkurinn mögulega haldið því fylgi sem að honum sópast þegar á bjátar.

Það er verulegur skortur á fólki í stjórnmálum með hjartnæma mannúðarstefnu að leiðarljósi.

Njótið hrunsins, ekki í kaldranalegum eða kaldhæðnum skilningi, heldur einmitt þeirra þjáninga sem af því leiðir.

Minnumst þess sem stendur óhaggað þótt fjármálakerfi ruglist og skemmist.

Getur sá sem sér um íslenska orðabók skýrt ögn nánar í næstu útgáfu orðabókarinnar hvert inntak og merking orðsins ábyrgð er.

Ég sé fram á að spila meira Descent njóta samverustunda með mínum nánustu.

1 ummæli:

solald sagði...

ég er til í Descent