22.12.08

Lýðræði er ekki mjög afmarkað hugtak. Sumir túlka það eins og fyrir kemur í lagabálkum: fólkið kýs stjórnmálaflokka á fjögurra ára fresti, þess á milli ráða þeir sem fengu samanlagt yfir helming þingsætanna og koma sér saman um að afbera hvern annan. Aðrir segja sem svo að lýðræði felist í því að ráðamenn starfi í umboði almennings og eigi öllum stundum að hlusta eftir vilja fólksins. Þeir sem ráða hallast oft að hinu fyrra en þeir sem ráða ekki að hinu síðarnefnda.

Ég er ekkert sérlega hrifinn af lýðræði yfir höfuð, hvorki fyrri né seinni leiðinni. Það er eitthvað heillandi við það að fólk fái að kjósa núna, það er að segja að fólkið í landinu fái að kjósa á milli leiða út úr kreppunni eins og það kallast. Efast ég þó stórlega um að fólkið fái eitthvert raunverulegt val, því stjórnmálaflokkar eru almennt fremur líkir. Það era afar sjaldgjæft að skynsamlegur stjórnmálaflokkur stígi fram á sjónarsviðið og skeri sig verulega frá öðrum stjórnmálaflokkum. Af því er ekki hægt að draga þá ályktun að þeir stjórnmálaflokkarnir sem fyrir eru á sviðinu dugi til. Einnig má efast um að fólkið í landinu myndi velja ákjósanlegustu leiðina.

Gemlingurinn á DV vakti upp enn eina vangaveltuna hvar mörk afsagnar og ábyrgðar liggja.

Engin ummæli: