26.11.08

The cost to the budget of capitalizing the new banks is estimated to be 26 percent of GDP,
reflecting an estimated capital injection of 385 billion Króna. Consequently, these banks are expected to be relatively well-capitalized, as in determining the capitalization need, the authorities have already assumed asset write-downs for all three banks of about 50 percent. The new banks could still see a significant loss of assets as the sharp króna depreciation and rise in inflation cause a wave of corporate and household defaults due to the very high share of foreign exchange-linked and inflation-indexed loans.

Sumir eru með ofnæmi fyrir setningum sem hagfræðingar skrifa: Bankarnir (sem ríkið á) gætu tapað meira en 50% af eignum sínum (þá sérstaklega úr lánasöfnum) vegna þess að lán á Íslandi eru VERÐTRYGGÐ. Ég skil það þannig að IMF hafi áhyggjur af greiðslubyrði lána hérlendis vegna verðtryggingarinnar.

Á endanum þarf einhver að borga og kvartað er yfir hugmyndaskorti um hverjir eigi að borga. Hér eru nokkrar tillögur:

Ekki lág- og millitekjuhópar.

Það er í mínum huga sanngjarnara að ríkisvaldið taki hluta af tapinu og dreifi því til langs tíma en að það falli að stærstum hluta á þeirri kynslóð sem er svo óheppin að vera með hlutfallslega hæstu lánin.

Bankarnir taki á sig tap. Nú geri ég ráð fyrir að þeir verði seldir á endanum og þá þykir mér betra að þeir verði seldir ódýrt með minna lánasafni en dýrt með stærra lánasafni (sem almenningur rembist við að greiða af). Frá þessum sjónarhóli er kannski betra að færa lán til bankanna en frá þeim. (Þessi hugmynd kann að vera fráleit í hagfræðilegum skilningi.)

Spurningin er: Hvernig dreifum við áfallinu?

Engin ummæli: