25.11.08

Mig grunar að netið hafi breytt skilningi fólks á upplýsingaflæði. Það er erfiðara en áður að stýra og stjórna umræðum. Fólk er vant því að googla og fá allar upplýsingar strax. Borgarafundurinn í gær snérist að hluta til um þetta.

Að öðrum hluta snérist hún um verðbólgu og verðtryggingu. Það var rifjað upp hvað hafði verstu áhrifin á fyrri verðbólgutímum, jú verðtryggingin. Er ekki hægt að dreifa byrðum verðtryggingarinnar heldur en að hún lendi á fyrst og fremst á þeirri kynslóð sem stendur uppi með mestu húsnæðisskuldirnar á þeim tíma sem verðbólgan ríður yfir?

Nú er lag að kaupa lager Kolaportsins og bjóða upp á e-bay.

Vinstriflokkarnir eru ekki að nýta sér tækifærið.

Engin ummæli: